Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íþróttamaður ársins - Heiðurshöll ÍSÍ

06.01.2015Hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna til að útnefna íþróttamann ársins 2014 fór fram í Gullhömrum sl. laugardag.  Margt var um manninn, allir íþróttamenn sem sérsambönd og íþróttanefndir ÍSÍ höfðu útnefnt fengu viðurkenningu auk þeirra 10 sem urðu efst í kjörinu á íþróttamanni ársins.  
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson er Íþróttamaður ársins 2014 að mati íþróttafréttamanna og er vel að titlinum kominn.  Í öðru sæti varð Gylfi Sigurðsson og í því þriðja Guðjón Valur Sveinsson.  Þrír sundmenn komust á lista yfir þá tíu sem flest atkvæði fengu í kjörinu, en það voru þau Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Jón Margeir Sverrisson, sem reyndar er tilnefndur fyrir íþróttir fatlaðra. (sjá röð þeirra sem fengu atkvæði neðar).

Þá voru í hófinu tveir einstaklingar teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ, en hún var sett á laggirnar í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ.  Það voru þeir Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumaður og Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmaður. Aðrir sem hafa verið teknir inn í Heiðurshöllina eru: Vilhjálmur Einarsson frjálsíþróttamaður, Bjarni Friðriksson júdókappi, Vala Flosadóttir stangastökkvari, Jóhannes Jósefsson glímukappi, Sigurjón Pétursson glímukappi, Albert Guðmundsson knattspyrnumaður og Kristín Rós Hákonardóttir sundkona (íþróttir fatlaðra).

Íþróttamaður ársins 2014 - þau fengu stig:
1. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 435 stig
2. Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) 327
3. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 303
4. Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) 147
5. Aron Pálmarsson (handbolti) 100
6. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 65
7. Sif Pálsdóttir (fimleikar) 56
8. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 46
9. Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar) 44
10. Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) 36
11. Alfreð Finnbogason (knattspyrna) 26
12. Karen Knútsdóttir (handbolti) 25
13. Helgi Sveinsson (íþr. fatlaðra) 24
14. Aníta Hinriksdóttir (frjálsar) 21
15. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 19
16. Hlynur Bæringsson (körfubolti) 15
17. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 11
18. Dagný Brynjarsdóttir (knattspyrna) 10
19. Gísli Sveinbergsson (golf) 9
20. Aron Einar Gunnarsson (knattspyrna) 8
21. Thelma Björg Björnsdóttir (íþr. fatlaðra) 7
22. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 4
23. Helga María Vilhjálmsdóttir (skíði) 3
24. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar) 2
– Viðar Örn Kjartansson (knattspyrna) 2
– Lilja Lind Helgadóttir (lyftingar) 2
– Hörður Axel Vilhjálmsson (körfubolti) 2
28. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 1
– Jón Daði Böðvarsson (knattspyrna) 1
– Þormóður Árni Jónsson (júdó) 1

 

Myndir með frétt

Til baka