Beint á efnisyfirlit síðunnar

2. hluta lokið á NMU

12.12.2014Fyrsti úrslitahluti af þremur á NMU í Svíþjóð fór fram nú síðdegis.

Karen Mist Arngeirsdóttir stakk sér fyrst Íslendinga í úrslitasund í 100m bringusundi. Þar hafnaði hún í 7. sæti á tímanum 1:15,00.
Baldvin Sigmarsson var næstur í 100m bringusundi og hafnaði í 8. sæti á tímanum 1:05,62.
Íris Ósk Hilmarsdóttir synti þá 100m baksund og endaði hún í 5. sæti.
Harpa Ingþórsdóttir synti 800m skriðsund á tímanum 8:58,41 og hafnaði í 4. sæti. í þessari grein er synt í beinum úrslitum og dugði tíminn sem Eydís Ósk Kolbeinsdóttir náði í morgun henni í 6. sæti.
Þá var komið boðsundum og þar áttum við sveit í yngri flokkum. Stelpurnar syntu 4x100m skriðsund á tímanum 4:01,84. Sveitina skipuðu þær Bryndís Bolladóttir, Eydís Ósk, Harpa og Katarína Róbertsdóttir.
Strákarnir höfnuðu í 6. sæti karlamegin á tímanum 3:39,82. Sveitina skipuðu þeir Arnór Stefánsson, Þröstur Bjarnason, Hafþór Jón Sigurðsson og Baldvin Sigmarsson.

Keppni hefst kl. 8:30 í fyrramálið í undanrásum.


Úrslit hér
Til baka