Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þjálfaranámskeið 7. - 8 nóvember

03.11.2014

Námskeiðið er tvískipt en kennd verður í kennslusal sem og í sundlaug

 

Kennarar:

Brian Daniel Marshall, aðjúnkt í HR – fyrrverandi landsliðsþjálfari og yfirþjálfari Sundfélags Hafnarfjarðar

Ingi Þór Ágústsson, sundþjálfari hjá sunddeild Fjölnis

 

Kostnaður námskeiðs er 30.000

Innifalið er öll námskeiðsgögn, öll kennsla, hádegismatur og önnur næring á meðan námskeiði stendur,  möppur sem og yfirgripsmikil gögn er nýtast til áframhaldandi þjálfunar og kennslu í framhaldinu.

 

Dagskrá námskeiðsins:

 

Föstudagurinn 7.nóvember

17:00                     Mæting í sundlaug Grafarvogs

17:15 – 17:40     Stutt kynning á námskeiðinu og yfirferð

17:45 – 20:00     Verklegt: kennsla í inni – og útilaug sundlaug Grafarvogs

20:00 – 21:00     Bóklegt: kennsla og yfirferð dagsins – áherslur seinnidags námskeiðsins

 

Laugardagurinn 8. Nóvember

08:00 – 09:00     Bóklegt: mæting og upprifjun á verkefnum fyrri dags – mæting í Laugardalslaug

09:00 – 10:00     Verklegt: kennsla í sundlaug

10:15 – 12:00     Bóklegt: kennsla í sal ÍSÍ Laugardal

12:00 – 13:00     Hádegismatur

13:00 – 15:00     Bóklegt: kennsla í sal ÍSÍ Laugardal

15:15 – 16:30     Verklegt: kennsla í sundlaug Laugardals

16:45 – 17:00     Yfirferð og lok námskeiðs

Gert er ráð fyrir því að nemendur sem sækja námskeiðið hafi kynnt sér TIES kennslukerfið sem er að finna á heimasíðu sundsambandsins.

 

 

Nemendur verða að mæta á föstudeginum með tilbúna æfingu sem hentar aldrinum 8-10 ára, er um 45 mín og um 1 – 1,3 km að lengd. Farið verður sameiginlega yfir þessar æfingar í kennslu 


 

Til baka