Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ingibjörg bætti sig í 100m baksundi

20.08.2014

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synti 100m baksund í undanrásum á EM50 í Berlín í morgun og stóð sig með ágætum. Hún synti á 1:04,46 og bætti þar með sinn besta tíma um 2/100 úr sekúndu.

Tíminn skilaði henni í 33. sæti en næst keppir hún í 50m baksundi eftir tvo daga.

Í fyrramálið syndir Hrafnhildur Lúthersdóttir svo 200m bringusund í undanrásum.

 

Til baka