Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundknattleikur, úrslitakeppni og kennsla

17.05.2014Í dag fór fram annar leikur í úrslitakeppninni Íslandsmótsins í sundknattleik.  Liðin tvö sem æfa og keppa á Íslandi, Ægir og SH hafa spilað nokkra leiki í vetur og SH varð bikarmeistari fyrr á tímabilinu.  Leikurinn í dag fór 8-7 fyrir Ægi í spennandi og jöfnum leik.  Fyrsti leikurinn í gærkvöldi fór 6-3 fyrir Ægi. Þriðji leikurinn verður síðan spilaður á morgun kl. 14:30.  Allir leikirnir fara fram í Laugardalslaug.  Að loknum leiknum á morgun verða Íslandsmeistarar í sundknattleik 2014 útnefndir.
Þá var í dag strax að loknum leik fræðsla fyrir þá sem hafa áhuga á sundknattleik.  Til landsins komu þrír verulega reyndir dómarar frá Bretlandi og þau stóðu fyrir þéttum og góðum fræðslufundi, hafa einnig séð um dómgæsluna á mótinu.

Hér er hlekkur á íþróttafréttir RÚV í kvöld.  Sundknattleikurinn byrjar 07:17.

Þau sem komu frá Bretlandi heita; Brian Littlejohn Skotlandi, David Armstrong Skotlandi og Charlotte Miller Sheffield.  Fleiri myndir má sjá hér neðst í fréttinni

Lið Ægis var þannig skipað í dag: 

1) Þorgeir Auðunn Karlsson

2) Tómas Þorsteinsson

3) Gulliam Abelle

4) Guðmundur Atlason

5) Glen Moyle

6) Jón Ólafur Sigurjónsson

7) Paula de Lucas Gudiel

8) Elías Halldóar Brjánsson

9) Ásgeir Valur Flosason

10) Gariel Pic

11) Döggvi Már Ármannsson

12) Luis Bravo Gimenez

13) Juan Carlos Aquleir Mendoza

Lið SH var þannig skipað í dag:

1) Njáll Þrastarson

2) Björgvin Björgvinsson

3) Egill Valur Hafsteinsson

4) Mladen Tepavcic

5) Bragi Þorsteinsson

6) Kristján Guðnason

7) Hlynur Sigurðsson

8) Aners Möller Nielsen

9) Benedikt Jónsson

10) Sigurður Daníel Kristjánsson

11) Konráð Hrafnkelsson

12) Aron Örn Stefánsson

Myndir með frétt

Til baka