Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heiðarskóli og Holtaskóli Grunnskólameistarar 2014

08.04.2014

Í dag fór fram Grunnskólamót SSÍ í sundi 2014 í Laugardalslaug.

19 skólar tóku þátt en keppt var í tveimur flokkum; 5-7. bekk og 8-10. bekk og synt var í 8x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. 17 lið voru í yngri flokknum og 13 í þeim eldri.

Fyrst var keppt í undanrásum og komust 8 hröðustu úr hvorum flokki áfram í fyrri undanúrslit. 4 hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og tvær hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin. Mikil stemning myndaðist en um 350 manns voru á pöllunum þegar mest lét en Adolf Ingi Erlingsson var þulur og stjórnaði mannskapnum. 

Úrslitin voru eftirfarandi:

Flokkur 5-7. bekkjar:

1. sæti - Holtaskóli - 2:08,13

2. sæti - Fossvogsskóli - 2:08,82

3. sæti - Foldaskóli - 2:11,11

Flokkur 8-10. bekkjar:

1. sæti - Heiðarskóli - 1:49,35

2. sæti - Akurskóli - 1:54,15

3. sæti - Holtaskóli - 1:57,32

Þeir skólar sem tóku þátt voru eftirfarandi:

Sunnulækjarskóli
Breiðholtsskóli
Vallaskóli

Akurskóli
Hamraskóli
Árbæjarskóli
Foldaskóli
Fossvogsskóli
Ölduselsskóli
Þjórsárskóli
Hofstaðaskóli
Vættarskóli
Grunnskóli Borgarfjarðar
Laugarlækjaskóli
Gerðaskóli
Heiðarskóli
Holtaskóli
Laugarnesskóli
Salaskóli

Við þökkum öllum krökkunum, kennurum, starfsmönnum og áhorfendum fyrir komuna og skemmtilegt mót. Svo þýðir ekkert annað en að fjölmenna á næsta ári og hjálpa okkur við að gera þetta að árlegum atburði fyrir grunnskólanemendur landsins.zxc

 

Til baka