Beint á efnisyfirlit síðunnar

Grunnskólamót í sundi 2014

07.04.2014Það verður mikið fjör í Laugardalslauginni á morgun þar sem Boðsundkeppni Grunskólana mun fara fram.
Mótið hefst kl 13.15 og fjöldi skóla sem hafa skráð sig til leiks eru 21. Keppt verður í tveimur aldurslokkum 10.- 12 ára og 13.- 15 ára.

Keppt verður á 4 brautum í 25m laug og verður þetta útsláttarkeppni.
Eftir að öll lið úr hvorum flokki hafa lokið keppni þá fara 8 hröðustu liðin áfram, síðan 4 og loks 2 lið.
Dagskráin er sem hér segir:
· Upphitun hefst kl 12.30
· Keppni hefst kl 13.15
· 5.- 7 bekkur byrjar keppnina
· Síðan keppir 8. – 10 bekkur
· Liðin með 8 hröðustu tímana úr 5. – 7 bekk keppa
· Liðin með 8 hröðustu tímana úr 8.- 10 bekk keppa
· Liðin með 4 hröðustu tímana úr 5. – 7 bekk keppa
· Liðin með 4 hröðustu tímana úr 8. – 10 bekk keppa
· Liðin með 2 hröðustu tímana úr 5. – 7 bekk keppa
· Liðin með 2 hröðustu tímana úr 8. – 10 bekk keppa

Að lokinni keppni verður verlaunaafhending.
Veitt verða þrenn verðlaun í hvorum aldursflokki ( 1. – 3. sæti)
Sá skóli sem sigrar fær sæmdarheitið „Grunnskólameistari í sundi“.

Þeir skólar sem taka þátt eru:

Sunnulækjarskóli
Breiðholtsskóli
Grunnskólinn á Hellu
Vallaskóli
Akurskóli
Hamraskóli
Árbæjarskóli
Foldaskóli
Fossvogsskóli
Ölduselsskóli
Þjórsárskóli
Hofstaðaskóli
Vættarskóli
Grunnskóli Borgarfjarðar
Laugarlækjaskóli
Gerðaskóli
Heiðarskóli
Holtaskóli
Laugarnesskóli
Hvaleyrarskóli
Salaskóli

Til baka