Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir af Antoni Sveini McKee í USA - Aðsend grein

03.03.2014Stórkoslegur árangur hjá Antoni Sveini McKee á Suðaustur Háskóladeildinni sem talin er jafnsterkasta deildin í USA.

Anton Sveinn McKee hóf nám hjá University of Alabama, Tuscaloosa, Alabama síðastliðið haust ásamt að synda fyrir skólaliðið. Hann er hvað þekktastur fyrir langsund, fimmtánhundruð metra, tvö og fjögur fjór. Í samráði við þjálfara hans færði hann sig yfir í bringusund, styttir greinar ásamt fjórsundum í byrjun október. 
 
Í nóvember s.l. náði hann B lámarki í 200 jarda bringu á Háskólamóti í Flórdida fyrir NCAA bandaríska háskólameistaramótið er haldið verður í apríl þegar hann náði öðru sæti á tímanum 1.56,07 og var það sjöundi besti tíminn á tímabilinu í háskóla deilinni og þriðji besti tíminn í skólanum hans. Í 100 jarda bringu synti hann á 54,06 og lenti í fimmta sæti sem var einnig B lámark og einnig í 500 jarda skriðsundi. Aðalmarkmiðið hans var að ná A lámörkum fyrir NCAA mótið en synda má þrjár einstaklingsgreinar og boðsund.

Á SEC South East Conference Championships háskólamótinu sem haldið var dagana 18 til 22 febrúar s.l. náði hann hreint stórkoslegum árangri þegar hann hafnaði í fystra sæti í 200 jarda bringu á tímanum 1.51,59 sem er nýtt SEC mótsmet og skólamet ásamt A lámarki fyrir NCAA mótið og er þetta annar harðasti tími allra háskólaliða í USA. Sautjá ár eru liðin síðan Alabama sundmaður setur nýtt SEC mótsmet. Í 100 jarda bringu hafnaði hann í öðru sæti á tímanum 51,70 sem var 0,45 hundruðust frá fyrsta sæti og náði þar einnig A lámarki og nýju skólameti. Báðum bringusundum keppti hann í A úrslitum. Í 500 jarda skiriði átti hann áttunda besta tíman sem var 4.17,82 bætti sig um tíu sekúntur en lenti í tíunda sæti þar sem hann keppti í B úrslitum. Boðsundsveit í 200 jarda fjórsundi sem hann synti með lenti í þriðja sæti á tímanum 1.24,84 og náði A lágmarki og setti jafnframt nýtt skólameti frá árinu 2007. Karlalið Alabama náði frábærum árangri á þessu móti endaði í fjórða sæti en árinu á unda hafði það hafnað í tíunda og neðsta sæti. Liðið lenti síðast í fjórða sæti árið 1995. Kvennaliðið endað í áttunda sæti.

Í viðtali við Anton Svein var hann að vonum ánægður með árangurinn þar sem hann hafði lagt upp með sem aðalmarkmið að ná A lámörkum á NCAA mótið þvi að þetta SEC mót var gríðalega sterkt og margir af bestu sundmönnum heims kepptu þar. Svo er bara að koma sterkur inn á NCAA sem er lokakeppni allra háskóla á árinu. Til gamans má geta að Anton Sveinn er fyrsti og eini Íslendingurinn sem hefur sigrað einstaklings grein og átt mótsmet í háskóladeildinni í USA.
Yfirþjálfari liðsins Dennis Pursley var afar ánægður með árangur liðsins í heild og hversu sterkur Anton Sveinn var í bringusundunum, hann vissi til um getu hans en Anton Sveinn hafði komið honum verulega á óvart hversu góðum tímum hann náði sem eru með þeim bestu í deildinni þetta árið.

Til baka