Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stefnumörkunarráðstefna SSÍ gekk vel

22.02.2014Fólk úr flestum virkum sundfélögum og deildum mætti til stefnumörkunarráðstefnu SSÍ, sem haldin var í dag.  Á formannafundi síðast liðið haust var sátt um að í stað venjulegs formannafundar á árinu milli sundþinga, væri rétt að blása til stefnumótunarráðstefnu til að marka stefnu og markmið næstu 10 ára.  Ekki er hægt að segja annað en að þetta hafi tekist vel, 25 manns mættu, skiptu sér í hópa og ræddu starfssemi SSÍ, hvað mætti betur fara og hvað væri vel gert, hvert ætti að halda í einstökum málum og hvaða leið ætti að fara og svo framvegis.  

Hópurinn skipti sér í þrjá hópa sem ræddu afreksstefnu SSÍ, sjálfboðaliðastarf SSÍ og mótastefnu SSÍ.  Allir hópar ræddu einnig hvernig þjónustu félögin væntu af sambandinu, hvað mætti betur fara og hvað væri að takast vel.

Afrakstur dagsins verður grundvöllur undirbúnings komandi sundárs en ekki síður grunnur að uppfærðri stefnu SSÍ sem verður lögð fyrir sundþing eftir eitt ár. 

Hópur 1 - Mótamál.pdf
Hópur 2 - Afreksstefna SSÍ.pdf
Hópur 3 - Sjálfboðavinna.pdf

Myndir með frétt

Til baka