Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðsludagur SSÍ - 4. jan

02.01.2014

Næstkomandi laugardag þann 4. janúar býður SSÍ upp á fræðslu fyrir sundmenn sem náð hafa 13 ára aldri og foreldrum þeirra. 

 Við höfum fengið í lið með okkur þrjár frábærar konur sem ætla að halda erindi þennan dag.
Þær eru Helga Sigurðardóttir fyrrum sundkona og starfar nú sem næringarfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Hún mun fara yfir matarræði fyrir sundmenn. Hafrúnu Kristjánsdóttur þekkja flestir en hún hefur starfað sem íþróttasálfræðingur um árabil og hefur haldið fjölda erinda fyrir íþróttafólk á öllum aldri. Síðan mun Erla Dögg Haraldsdóttir fyrrum sundkona koma og segja okkur frá því hvernig það er að vera afrekskona í íþróttum og samræma nám og sund en Erla Dögg hefur ávallt staðið sig vel í skóla og starfar í dag sem verkfræðingur hjá Icelandair.

Fyrirlestrarnir verða í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefjast kl. 12 og er lokið um 16.

Til baka