Beint á efnisyfirlit síðunnar

EM25 lokið - Eygló sjöunda

15.12.2013

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 200m. baksund á 2:06,68 mín. aðeins 7/100 úr sek. frá þriggja vikna gömlu Íslandsmeti sìnu og varð í 7. sæti, mjög vel gert hjá Eygló Ósk sem var skráð inn á mótið með 10. besta tímann.

Segja má að árangur liðsins hafi verið upp og ofan en Eygló Ósk stóðst væntingar og vel það. Árangur Alexanders var betri en flestir hugðu. Aðrir sundmenn lögðu ríkulega inn í reynslubankann og mun það væntanlega koma Íslensku sundi til góða í undirbúningi fyrir ÓL 2016.

 

Myndir með frétt

Til baka