Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmet í blönduðu boðsundi á EM

14.12.2013
Landssveitin okkar á EM25 setti í dag Íslandsmet í 4x50m. skriðsundi blandaðra sveita 1:39,68mín.
Alexander Jóhannesson synti 1. sprett glæsilega á 22,79sek. (bæting um 24/100úr sek. frá fimmtudeginum) 
Alexander er aðeins 1/2sek frá Íslandsmeti Árna Más Árnasonar frá 2009 (22,29sek.)
Eygló Ósk 25,98sek.
Kristinn 23,48sek.
Inga Elín 27,54sek.
1:39,78mín.

Inga Elín Cryer synti 400m. skriðsund á 4:19,30mín. sem er tölvert frá hennar besta.

Kristinn Þórarinsson synti 100m. baksund á 54,98sek. (1/2sek frá besta) og Kolbeinn Hrafnkelsson synti á 57,63sek.
Kristinn þórarinsson synti 100m. fjórsund á 56,90sek. sem er hans næst besti tími.

Daníel Hannes Pálsson synti 200m. flugsund á 2:06,38mín. sem er hans næst besti tími, Daníel nelgdi vel á það en náði ekki að halda alveg út.

Ef að við skoðum árangurinn hingað til þá er árangur Eyglóar einfaldlega frábær, 8. sæti í 100m, baksundi og sæti í undanúrslitum í 50m. baksundi í dag. Hennar besta grein 200m. baksundið síðan á morgun.

Aðrir keppendur Íslands þurfa að bæta sig enn frekar til að eiga raunhæfa möguleika á að komast í undanúrslit og úrslit.
Þeir Alexander Jóhannesson, Daníel Hannes Pálsson og Kristinn Þórarinsson eru allir að keppa á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti og Inga Elín Cryer og Kolbeinn Hrafnkelsson á öðru sínu.
Líta verður á keppni þeirra allra sem mikilvægan lið í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana 2016 og gott innlegg í nauðsynlegan reynslubanka.

Til baka