Beint á efnisyfirlit síðunnar

EM25 í Herning hófst í morgun

12.12.2013Evrópumeistaramótið í 25m laug hófst í Herning í Danmörku í morgun. Sex sundmenn keppa fyrir Íslands hönd á mótinu að þessu sinni sem er mjög sterkt í ár.

Keppt er í undanrásum, undanúrslitum og úrslitum. Undanrásir hófust í morgun og setti Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi meðal annars Íslandsmet í 100m baksundi þegar hún synti á 59,26 í undanúrslitum. Tíminn dugði henni 8. sætið inn í úrslit sem hefjast seinni partinn á morgun. Gamla metið hennar var 59,42 frá því á ÍM25 fyrir rúmum tveimur vikum. Fyrr um daginn hafði Eygló synt í undanrásum á tímanum 59,96.

Inga Elín Cryer, Ægi synti 200m flugsund í undanrásum á tímanum 2:19,47.

Kristinn Þórarinsson, Fjölni synti 200m baksund á 2:00,30 og Daníel Hannes Pálsson synti 400m skriðsund á 3:57,26.

Eygló synti einnig 200m fjórsund á tímanum 2:15,48.

Alexander Jóhannesson, KR synti svo 50m skriðsund á 23,04 og var það bæting á hans besta tíma.

Karlasveit Íslendinga synti svo í 4x50m fjórsunds boðsundi á tímanum 1:42,52. Sveitina skipuðu þeir Kolbeinn Hrafnkelsson SH, Kristinn, Daníel og Alexander.

Við minnum á EM 25 síðuna okkar þar sem finna má tengla á upplýsingar og úrslit mótsins.

Til baka