Beint á efnisyfirlit síðunnar

EM garpa hafið, tveir Íslendingar meðal keppenda

01.09.2013EM garpa í sundíþróttum er hafið í Eindhoven.  Tveir Íslendingar keppa í sundi á mótinu þær Þórunn Kristín Guðmundsdóttir og Helga Sigurðardóttir. 

Þetta er mikil hátíð hér í Hollandi, 5100 keppendur, þar af 4400 í sundi, 830 í víðavatnssundi, 130 í samhæfðri sundfimi og 80 í dýfingum. Sundkanttleikskeppnin fór fram í Búdapest síðustu helgina í júní en þar kepptu 62 lið.  

Nokkrir hlekkir af heimasíðu mótsins, keppendalisti,  ráslisti fyrir 800 metra skriðsund, bein úrslit á netinu og heimasíða mótsins þar sem margt skemmtilegt er að finna. 

Þórunn Kristín keppir í dag í 800 metra skriðsundi, hún keppir í 12 riðli af 25.  Hennar riðill er ræstur ca kl. 13.45 að íslenskum tíma.  Hún keppir undir merkjum Sundfélagsins Ægis, en allir keppendur í garpakeppninni eru skráðir undir merkjum sinna félaga.  Hér er svo að lokum hlekkur á garpasíðu Ægis.

Til baka