Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ábendingar til SSÍ - úrvinnsla og áframhaldandi vinnsla

18.08.2013

Formaður SSÍ sendi, eftir AMÍ í sumar, til félaga, þjálfara og annarra sem tengjast sundíþróttum ósk um ábendingar um atriði sem betur mættu fara í starfi SSÍ.  Nokkuð margar ábendingar bárust, um margvísleg málefni.  Stjórn SSÍ ræddi þær á fundi sínum og tók ákvörðun um breytingar á nokkrum atriðum, óskar eftir umsögn þjálfara og landsliðsnefndar um önnur, en telur nokkur atriði ekki til þess fallin að gera breytingar að þessu sinni.

Þau atriði sem verður breytt eða færð til annars horfs eru: 

Vegna AMÍ og UMÍ

a.       Tímasetning AMÍ og UMÍ, ákveðið að hafa AMÍ á undan UMÍ.  Gerð lítilsháttar breyting á reglugerðum og mótunum stillt upp á Atburðadagatali.

b.      Lengd UMÍ og hvernig því lýkur.  Einnig rætt um skemmtilega lokahátíð.  Þetta er í vinnslu og verður framkvæmt með framkvæmdaaðila mótsins.

c.       Raða boðsundsliðum í riðla á AMÍ, miðað við stigastöðu félaga.  Ákveðið að reyna það.  Gerð lítilsháttar breyting á reglugerð um AMÍ.

Reglur um kynblönduð boðsund skýrðar.  Almennum ákvæðum SSÍ um boðsund breytt í samræmi við FINA reglur.

d.      Verðlaunaveitingar á AMÍ.  Ákveðið að hafa sérstök verðlaun fyrir erlenda keppendur á AMÍ.  Gerð lítilsháttar breyting á reglugerð AMÍ.

Vegna ÍM25 og ÍM50

e.       Ekki verði sleppt undanrásum á ÍM25 og ÍM50 þó fjöldi keppanda í grein fari ekki yfir 6-8 og  bæta við 4x200 metra skriðsundi á dagskrá mótana.  Gerð lítilsháttar breyting á reglugerðum ÍM25 og ÍM50.

f.       Sérstök verðlaun/viðurkenning fyrir Íslandsmeistara ef hann lendir ekki í fyrsta sæti greinar.  Gerð lítilsháttar breytingar á reglugerðum ÍM25 og ÍM50.

g.      Gæta að tímaáætlun mótana.  Verður unnið í samvinnu með framkvæmdaðila mótana.

h.      Gera meira úr úrslitahlutum mótana með betri kynningum og meiri tónlist.  Verður unnið í samvinnu með framkvæmdaaðila mótana.

i.        Að festa bæði mót sem 4 daga mót.  Ekki talið tímabært en stefnt að því að ÍM50 verði 4 daga mót á Ólympíuári

Vegna Bikarmeistaramót SSÍ

j.        Hafa Bikar 2-3 vikur eftir ÍM.  Mótinu stillt upp á Atburðadagatali.

Vegna lágmarka og landsliðsverkefna

k.      Öll lágmörk verði opinber og ljós 1 sept ár hvert ásamt viðmiðum og valreglum.  Verður unnið í samvinnu við landsliðsþjálfara, landsliðsnefnd og aðra þjálfara.  Í ár verður mögulegt að ganga endanlega frá slíku í kjölfar þjálfararáðstefnu, formannafundar og svo LENþings.

l.        Setja upp milliverkefni fyrir þá sem eru við það að komast í landsliðshópa.  Unnið með landsliðsþjálfara og landsliðsnefnd.

Vegna dómaramála

m.    Athuga hvað þarf til að vera dómari, athuga hvort við gerum of miklar kröfur til þeirra sem eru dómarar, athuga hvort rétt sé að krefjast fullrar mönnunar á öllum mótum og hvort yfirtímavörður þurfi að hafa dómararéttindi.  Sent til Dómara-, móta- og tækninefndar til umsagnar.

Vegna önnur atriði

n.      Setja á mótaröð til að félög eigi aðgang að ferðasjóði ÍSÍ – sett reglugerð um Íslandsmót félaga, hér má sjá uppkast að reglugerðinni

o.      Auka virðingu keppanda fyri r verðlaunum – unnið með framkvæmdaaðilum móta

p.      Gæta að því að heimasíðan sé vel útfærð – er í vinnslu

Atriði sem borin verða undir landsliðsnefnd og aðra þjálfara

a.       Öll mál sem tengjast lágmörkum, viðmiðum og vali í landslið

b.      Allt sem tengist greinaröðun á mótum

Atriði sem ekki er tímabært að ræða eða breyta. 

a.       Sérstakar reglur um verðlaun fyrir erlenda keppendur á SSÍ mótum (fyrir utan AMÍ).  Þær reglur eru til og mjög skýrar.

b.      Reglur um hvenær megi setja garpamet.  Alþjóðlegar reglur segja til um að garpar megi keppa á fyrirfram auglýstum mótum og mótshlutum fyrir garpa.

c.       Samræma reglur um vatnsfötur á mótum.  Ekki ástæða til að taka þá umræðu upp.

d.      Grundvallarbreytingar á UMÍ og AMÍ.  Ekki talin tímabær umræða, en verður haldið til haga fram á næsta ár.

Til baka