Beint á efnisyfirlit síðunnar

Keppir fyrir Íslands hönd í dýfingum á móti erlendis

16.08.2013

Íþróttafélagið Styrmir keppir nú á IGLA, alþjóðlegu sundmóti samkynhneigðra, í Seattle. Það er ekki skylda að vera samkynhneigður til að keppa á þessu móti enda er þetta sem hvert annað garpamót í sundíþróttum. Þetta er samskonar keppni og Styrmir stóð fyrir í Reykjavík í mai í fyrra í samvinnu við Sundsamband Íslands. 

 

Keppnishópur Styrmis þetta árið er skipaður 7 manns og er það Hólmgeir Reynisson sem er þjálfari liðsins.

Meðal keppnisgreina eru dýfingar og keppir Julio César León Verdugo í þeirri íþrótt, bæði á 1 og 3 metra palli.  Með því að smella hér er hægt að horfa á dýfingarnar í beinni útsendingu og hefst keppnin kl. 13:00 á staðartíma í dag, sem er kl. 20:00 á Íslenskum tíma. http://new.livestream.com/ccesports/IGLA2013

Við höfum ekki upplýsingar um hvort og þá hverjir hafa keppt fyrir Íslands hönd erlendis í dýfingum, en við værum þakklát hafi einhver upplýsingar fyrir okkur.  Það má gjarnan senda þær á formann SSÍ, formadur@sundsamband.is . 

Keppnin í sundi er hörð í Seattle og gladdi það hópinn mikið í gær þegar María Berg Hannesdóttir og Julio komust á verðlaunapall eftir keppni í 50 metra skriðsundi, María nældi sér í brons og Julio í silfur. Hópurinn lýkur keppni á laugardaginn næsta og setja þau þá stefnuna aftur heim til Íslands.
 

Myndir með frétt

Til baka