Beint á efnisyfirlit síðunnar

Landsliðið í sundi með sérstaka síðu á Facebook

17.07.2013Landsliðshópurinn sem keppir á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug, sem fram fer í Barcelona nú í júlí, er við æfingar í Canet í Frakklandi.  Þau hafa komið upp síðu á Facebook sem heitir Landsliðið í sundi.  Gott framtak og þar verður örugglega nýjustu upplýsingarnar um HM50 í Barcelona að hafa jafnóðum.  Þetta er sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir.  Með þeim eru þau Jacky Pellerin landsliðsþjálfari og Unnur Snædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari.
Til baka