Beint á efnisyfirlit síðunnar

Austri vann stigabikarinn á meistaramóti UÍA í sundi

30.05.2013Sunddeild Austra hampaði stigabikarnum á meistaramóti UÍA í sundi sem haldið var í Neskaupstað á sunnudag. Tæplega fimmtíu þátttakendur mættu til leiks.

 Austri fékk 417 stig en heimamenn í Þrótti urðu í öðru sæti með 330 stig. Sex efstu sætin í hverri grein gefa stig í keppni liðanna.

 Trausti Dagbjartsson, Hetti og Sesselja Bára Jónsdóttir, Austra, fengu stigabikara einstaklinga í flokkum 11-12 ára. Eva Jónsdóttir, Leikni, fékk stigabikarinn í flokki 13-14 ára stúlkna og Nikólína Dís Kristjánsdóttir, Austra, í flokki 15-17 ára stúlkna. Engir strákar kepptu í þessum flokkum.

 Til stiga einstaklinga telja ákveðin sund sem skilgreind eru í reglugerð sundráðs UÍA.

 Á laugardag var sundþjálfaranámskeið með Brian Marshall, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Mikil ánægja var með námskeiðið meðal þeirra sem mættu. Þá var Brian viðstaddur fyrsta hluta mótsins á sunnudag og ræddi fyrir það við foreldra um hvernig efla megi austfirskt sundstarf.

Til baka