Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tveir íslenskir sunddómarar á Smáþjóðaleikunum í Lúx

29.05.2013

Íslendingar hafa verið mjög duglegir að senda sunddómara sína á alþjóðleg mót, þar sem þeir hafa fengið góða reynslu, endurmenntun og kynnst vinnubrögðum annarra þjóða.  Á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg eru þau tvö að vinna sem dómarar; Svanhvít Jóhannsdóttir formaður Móta-, tækni- og dómaranefndar SSÍ og Ólafur Baldursson ritari SSÍ.  Þau eru bæði þrautreyndir yfirdómarar og eru á dómaralista FINA, Alþjóðasundsambandsins.   Þau fá tækifæri til að ganga í ýmis verk tengd dómgæslu hér í Lúx, eru yfirdómarar í einhverjum hlutum, almennir dómarar og eru í keppendaherbergi til að tryggja að sundfatnaðurinn sé löglegur.

Svanhvít fæddist og ólst upp á Ísafirði og kom inn í sundhreyfinguna þegar hún kynntist manninum sínum, Ólafi Þór Gunnlaugssyni, en hann lest fyrir nokkrum árum.  Hún hefur verið formaður dómaranefndar SSÍ í nokkur ár og dæmt bæði á Evrópumeistaramótum og Alþjóðlegum mótum.  Hún hefur sótt námskeið á vegum FINA í dómgæslu eins og Ólafur Baldursson sem einnig hefur dæmt á Evrópumeistaramótum og á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein fyrir tveimur árum.  Ólafur er Siglfirðingur og hefur á síðari árum stundað garpasund og séð um málefni víðavatnssund í stjórn SSÍ. 

Þau hafa bæði leiðbeint starfandi dómurum og reynt að miðla reynslu sinni og þekkingu til annarra starfandi dómara á Íslandi. 

Á myndinni sitja þau saman ásamt yfirdómara Smáþjóðaleikana í Lúxemborg 2013.

Til baka