Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundhópurinn kominn til Lúxemborg

26.05.2013

Keppendur og fylgdarfólk sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum 2013, sem fara fram í Lúxemborg dagana 27. maí til 1. júní kom á staðinn ´dag.  Sundfólkið fór strax á æfingu í Skelinni.  

Þeir sem keppa fyrir Íslands hönd í sundi eru: Alexander Jóhannesson KR, Anton Sveinn Mckee Ægi, Arnór Stefánsson SH, Aron Örn Stefánsson SH, Daníel Hannes Pálsson Fjölni, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson ÍRB, Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi, Hrafn Traustason SH, Hrafnhildur Lúthersdóttir SH, Inga Elín Cryer Ægi, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir SH, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir Ægi, Karen Sif Vilhjálmsdóttir SH, Kolbeinn Hrafnkelsson SH, Kristinn Þórarinsson Fjölni og Rebekka Jaferian Ægi, 9 karlar og 7 konur.

Með þeim eru Jacky Pellerin landsliðsþjálfari, Klaus Jürgen-Ohk þjálfari, Unnur Sædis Jónsdóttir sjúkraþjálfari og Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ er flokkstjóri með hópnum.

Bryndís Rún Hansen sundkona sem æfir í Noregi var skráð til keppni einnig, en vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna við próftöku í skólanum hennar varð hún að hætta við þátttöku á síðustu stundu.  

Á síðustu Smáþjóðaleikum sem fram fóru í Liechtenstein árið 2011 unnust 42 verðlaunapeningar.  Það voru einhverjir bestu leikar Íslands til þessa í sundi.  Að sögn Jacky Pellerin mun íslenska liðið gera sitt til að vinna sem flestar greinar og standa undir væntingum.  



Til baka