Beint á efnisyfirlit síðunnar

IMOC 2013 á blússandi siglingu

04.05.2013

IMOC - Opna Íslandsmótið í Garpasundi hófst í gærkvöldi þegar fyrsti riðill í 800m skriðsundi karla stakk sér til sunds.

Alls eru 104 keppendur skráðir til leiks, 70 karlar og 34 konur. Samtals synda þau 458 sund, með boðsundum.

Eftir fyrsta hlutann í gærkvöldi stóðu stigin svona:

  1. SH með 534 stig
  2. Sf. Ægir með 197 stig
  3. Breiðablik með 114 stig
  4. UMF Tindastóll með 85 stig
  5. UMF Selfoss með 84 stig
  6. ÍBV með 45 stig
  7. UMS Borgarfjarðar með 32 stig
  8. ÍA með 32 stig
  9. Stjarnan með 22 stig
  10. HS Bolungarvík með 9 stig
  11. Óðinn með 9 stig
  12. Keflavík með 9 stig
  13. Hamar með 7
Til baka