Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hrafnhildur nærri íslandsmeti sínu í 200m bringusundi

12.04.2013

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nærri því að slá Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi þegar hún sigraði í greininni á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug í Laugardalslauginni í kvöld.

Hrafnhildur synti á 2:27,81 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:27,11 mínútur. Hún náði A-lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið en það er 2:27,88 mínútur. Hrafnhildur var á betri tíma fyrstu 150 metrana í dag en þegar hún setti Íslandsmet sitt. Síðustu 50 metrarnir voru hinsvegar erfiðir en enginn sundmaður hélt henni við efnið því næsti keppandi var 17 sekúndum á eftir í mark. Það var hin unga Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, ÍRB, dóttir Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, Íslandsmethafa og meistara í sundi.

Til baka