Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ársþing SSÍ 2013

19.02.2013Tilkynning um Sundþing 2013

Ágætu félagar,

Sundþing 2013 verður haldið í Hafnarfirði-Ásvallalaug 22. og 23. febrúar 2013. Skráning þingfulltrúa hefst kl. 17:00 föstudaginn 22. febrúar og þingsetning kl. 18:00, ávörp, skýrsla stjórnar og framlagning mála. 
Kl 18.45 kvöldsnarl og nefndarstörf frá kl 19.15 til kl 22.00. 
Laugardaginn 23. febrúar hefst dagskrá kl. 08:30 með morgunhressingu og þingstörfum. Kosningar fara fram kl. 11:00 og stefnt er að því að þingstörum verði lokið kl 13.00. Þá verður borinn fram hádegisverður.

Málefni sem liggja fyrir þinginu eru:
o     Fjárhagsáætlun 2013 og tillaga um þjónustugjöld 2013
o     Mótaskrá/Atburðadagatal sundársins 2013 – 14 og 2014 - 15
o     Heiðursviðurkenningar
o     Reikningar SSÍ 2011 og 2012
o     Skýrsla stjórnar SSÍ 2011 til 2012
o     Stefna SSÍ 2013 – 2020
o     Afreksstefna SSÍ 2013 – 2020
o     Lagabreytingar
o     Engar tillögur um lagabreytingar liggja fyrir þinginu
o     Önnur mál frá sambandsaðilum sem berast innan tilskilinna tímamarka
o     Borist hafa fjórar tillögur frá einum sambandsaðila


Tillögur og önnur gögn þingsins verða birt á heimasíðu SSÍ www.sundsamband.is jafnóðum og þau eru tilbúin. Sundþing 2013 er pappírslaust eins og undanfarin sundþing. Tölvusamband er á þingstað og þingfulltrúar hvattir til að mæta með ferðatölvur til þess að komast í gögn þingsins jafnóðum, en þau verða vistuð á sérstöku svæði sem þingfulltrúar fá aðgang að. Þau héraðssambönd eða íþróttabandalög, sem óska fyrirfram eftir því, fá gögn þingsins útprentuð í einu eintaki í upphafi þings.

Hverjir hafa seturétt á þinginu?

Samkvæmt 6. grein laga SSÍ:

Á sundþingi hafa fulltrúar einir atkvæðisrétt, en auk þeirra eiga rétt á þingsetu og hafa málfrelsi og tillögurétt:

a) Stjórn SSÍ

b) Forseti og framkvæmdastjórn ÍSÍ

c) Framkvæmdarstjóri ÍSÍ

d) Fulltrúi menntamálaráðherra

e) Tveir fulltrúar samtaka sundþjálfara (ÍSS)

f) Einn fulltrúi Sunddómarafélag Íslands (SDÍ)

g) Einn fulltrúi samtaka íþróttakennara

h) Formenn sérráða innan SSÍ

i) Að auki getur stjórn SSÍ boðið öðrum aðilum þingsetu ef hún sér ástæðu til 



Þátttökutilkynning
Allir þeir sem hafa áhuga á málefnum sundhreyfingarinnar eiga kost á að sitja sundþing meðan húsrúm leyfir og taka þannig þátt í störfum þingsins. Sá fyrirvari er þó gerður að þeir sem taldir eru upp í stafliði a – h hér að ofan og kjörnir þingfulltrúar eiga forgang á þingið.
Þeir sem hafa áhuga á að sitja sundþing en heyra ekki undir stafliði a – h og eru ekki þingfulltrúar verða að láta skrifstofu SSÍ vita með rafpósti sundsamband@sundsamband.is í síðasta lagi mánudaginn 18. febrúar 2013 og þurfa að ganga frá greiðslu þinggjalds kr. 6.500,00 sama dag inn á bankareikning 528-26-7327, kt. 640269-2359. 

Kjörnir þingfulltrúar þurfa að greiða þinggjöld í síðasta lagi mánudaginn 18. febrúar 2013.

Þátttökugjald er kr. 6.500 fyrir hvern sem situr þingið. Í því er fólgið allur matur og kaffi auk annars þess kostnaðar sem til fellur á sundþingi. 
Hægt er að greiða þinggjaldið inn á bankareikning 528-26-7327, kt. 640269-2359. Setja skal sem skýringu nafn greiðanda og fyrir hvaða héraðssamband/íþróttabandalag viðkomandi er fulltrúi, einnig er nauðsynlegt að senda kvittun á netfangið sundsamband@sundsamband.is. 

Vinsamlega greiðið í síðasta lagi 18. febrúar 2013.

Til baka