Beint á efnisyfirlit síðunnar

Breiðablik auglýsir eftir sundþjálfara

11.03.2020 12:10

Sunddeild Breiðabliks auglýsir eftir sundþjálfara á yngri hópa félagsins fyrir komandi tímabil 2020/2021.

Starfssvið þjálfara:

  • Vinnur að markmiðasetningu iðkenda og fylgir þeim eftir ásamt yfirþjálfara
  • Þjálfar hópa í Kópavogslaug/Salalaug í samvinnu við yfirþjálfara
  • Sér um skráningu á mót og skipulagningu æfingaferða.
  • Heldur góðum tengslum við foreldra iðkenda.

 Hæfni:

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Viðkomandi þarf að vera skipulagður og nákvæmur í störfum sínum
  • Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjálfun

Nánari upplýsingar veitir formaður sunddeilarinnar, Bryndís Sigurðardóttir í síma 8980509 eða í netfangi bryndis73@gmail.com.

Til baka