Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bikarkeppni SSÍ 2024

 

Velkomin á upplýsingasíðu um Bikarkeppni SSÍ 2024.

 
Mótið fer fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í 25m laug í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar. 
 
Mótið er blaðlaust og verður einungis gefinn út keppendalisti í upphafi hvers mótshluta.
 
Tímaáætlun (greinaröðun) má sjá hér að neðan í upplýsingaflipanum.

Tímaáætlun gæti breyst með stuttum fyrirvara
 

Stuttur tæknifundur verður kl. 12:00 á Teams fimmtudaginn 18.12.2024.

Bikarkeppni 2024: 


Athugið að tímaáætlun er birt með fyrirvara um aukasund vegna ógildinga í lok mótshluta.

Útslit má nálgast hér

 

Beint streymi hér

 

 

 
Óskað er eftir starfsfólki á Bikarkeppnina 2024

 Skráning starfsfólks

XII. KAFLI – Reglugerðir um Bikarkeppni

a) Bikarkeppni SSÍ í sundi

1. grein

Bikarkeppni SSÍ 1. og 2. deild skal haldin ár hvert og fer hún fram í 25 m eða 50m laug.

2. grein

Liðum í keppninni er skipað í deildir með eftirfarandi hætti: Í 1. deild keppa 6 stigahæstu kvennalið og 6 stigahæstu karlalið frá bikarkeppni fyrra árs. Fjöldi liða í 2. deild ræðst af þátttöku. Stjórn SSÍ getur boðið b-liðum félaga til þátttöku í keppni í 2. deild þannig að keppni í deildinni sé fullskipuð. B-lið geta ekki unnið sig upp um deild.

3. grein

Lið tilkynna þátttöku í Bikarkeppni SSÍ með minnst 15 daga fyrirvara. Tilkynningin er bindandi. Sé b-liðum boðin þátttaka er það gert með minnst 10 daga fyrirvara. Með þátttökutilkynningu skal fylgja keppendalisti. Á listann eru skráðir keppendur félags, þar með taldir varamenn. Félögum er heimilt að gera breytingar á keppendalista um leið og skráningum í greinar er skilað. Skráningum í greinar skal skila tveimur sólarhringum fyrir upphaf móts og skal framkvæmdastjóri eða formaður SSÍ gæta þeirra, en óheimilt er að birta þær öðrum fyrr en við upphaf hverrar greinar en þá verða þær birtar á upplýsingaskjá. Þó fá yfirdómari og þulur hvers mótshluta lista yfir keppendur mótshlutans og keppnisgreinar þeirra í hendur fyrir upphaf mótshlutans. Þeir skulu fara með listann sem trúnaðarmál.

4. grein

Hvert lið má senda tvo keppendur í hverja grein og eina boðsundssveit í hvert boðsund. Hver keppandi má synda í mest þremur greinum auk boðsunda. Keppendur skulu vera 11 ára eða eldri á árinu. Keppt skal sérstaklega í kvenna- og karlaflokkum.

5. grein

Stjórn SSÍ ákveður fjölda mótsdaga og röð greina og tilkynnir skipulag mótsins og mótsstað með minnst þriggja mánaða fyrirvara. Þá daga sem mótið fer fram er óheimilt að stofna til annarrar sundkeppni á vegum sambandsaðila SSÍ.

6. grein

Í 1.og 2. deild er keppt í eftirfarandi greinum karla og kvenna:

Skriðsund 100, 200, 400,

800 (eingöngu í kvennaflokki)

og 1500 m( eingöngu í karlaflokki)

Bringusund 100 og 200 m

Flugsund 100 og 200 m

Baksund 100 og 200 m

Fjórsund 200 og 400 m

Boðsund 4x100 m fjórsund

4x100 m skriðsund

7. grein

Stig verða veitt samkvæmt gildandi stigatöflu FINA. Stigahæsta kvennalið og stigahæsta karlalið í 1. deild hljóta sæmdarheitið BIKARMEISTARI ÍSLANDS Í SUNDI í kvenna- og karlaflokkum og gripi þá sem keppt er um. Einnig skal verðlauna það lið sem hreppir 2. sætið í 1. deild. Á sama hátt skal verðlauna tvö efstu liðin í 2. deild. 

Veita skal viðurkenningu til stigahæsta kvennaliðs og stigahæsta karlaliðs keppninnar í hverri deild. Ef lið erujöfn að stigum skulu úrslit úr boðsundum ráða sætaröðun þeirra. Ef lið eru enn jöfn skal hlutkesti ráða röð liða.

8. grein

Geri sundmaður/sundmenn ógilt fer fram aukariðill í viðkomandi grein fimm mínútum eftir að boðsundi þess mótshluta lýkur og keppir þá varamaður/varamenn í stað þess sundmanns/sundmanna sem ógilt gera. Aukasund skal synda samkvæmt þessu ákvæði þótt fram hafi komið kæra sem véfengir ógildingarúrskurð. Niðurstaða mótsstjórnar/úrskurðaraðila skal liggja fyrir við mótslok í öllum tilfellum og liggja til grundvallar staðfestum úrslitum mótsins.

9. grein

Tæknifundi skal halda í samræmi við gildandi reglur.

 

Úrslit og stigastaða Bikars 2014


Lokastaða í annarri deild 2013:

Karla:
UMSK        11.405 stig
SH B          9.426 stig
Ármann      4.054 stig

Kvenna:
ÍRB B        12.269 stig
Fjölnir        11.694 stig
UMSK        11.330 stig
SH B           9.894 stig
Ármann      9.093 stig

Lokastaða í fyrstu deild 2013:

Karla:
SH            14.721 stig - BIKARMEISTARI KARLA 2013
ÍRB            13.179 stig
Fjölnir        12.136 stig
ÍA                9.959 stig
KR               8.749 stig
Ægir            8.359 stig

Kvenna:
ÍRB            15.312 stig - BIKARMEISTARI KVENNA 2013
SH            14.793 stig
Ægir           12.937 stig
ÍA                9.950 stig
KR               3.446 stig