Beint á efnisyfirlit síðunnar

World Cup í indianapolis hófst í gær.

04.11.2022

 

Sundsambandið er með þrjá keppendur á World Cup í Indianapolis. Mótið hófst í gær og stakk Patrik Viggó Vilbergsson úr SH sér fyrstur til sunds.  Hann synti 200m baksund á tímanum 2:00,48 og bætti tímann sinn um 3 sekúndur. Patrik Viggó æfir nú og stundar nám í Indiana, í University of Evansville.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH kom frá Texas til Indianapolis en hún er í Southern Methodist University þar sem hún stundar nám og keppni.  Hún synti 50m skriðsund í gær á tímanum 25,70 , besti tími hennar í greininni er 25,08. 

Anton Sveinn úr SH synti 100m bringusund á tímanum 1.00,07 sem er töluvert frá hans besta en World Cup er undirbúningur hans vegna HM25 sem hefst 13. desember í Ástralíu. 

Mótið heldur áfram í dag og mun Jóhanna Elín synda 50m flugsund kl 14.54 á isl tíma.  Patrik Viggó mun synda í kvöld kl 2213 , 1500m skriðsund. 

Hægt er að fylgjast með streymi frá mótinu hér

Úrslit eru hér

Myndir með frétt

Til baka