Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dýfinga- og sundfiminefnd SSÍ

Ekki er búið að finna fólk í nefndina

Hafir þú áhuga á að leggja fram vinnu í nefndarstörfum SSÍ hvetjum við þig til að senda póst á emil@iceswim.is (Emil)

Hrafnhildur Lúthersdóttir - fulltrúi stjórnar

DÝFINGA- OG SUNDFIMINEFND SSÍ

Almennt um störf og starfshætti nefnda SSÍ

Allar nefndir eru skipaðar af stjórn SSÍ og þær starfa á ábyrgð stjórnar og stjórn skipar einnig formann nefndar sérstaklega, nema Íþróttamannanefndin er kosin sérstaklega af sundfólki. A.m.k. einn stjórnarmaður eða starfsmaður SSÍ er í hverri nefnd sem fulltrúi stjórnar. Fulltrúi stjórnar getur fylgt málum frá nefnd eftir á stjórnarfundi og einnig að bera upplýsingar frá stjórn til nefndar eftir því sem við á. Fulltrúar stjórnar geta verið fleiri en einn, ef t.a.m. málefni skarast eða eru mjög viðamikil. Hlutverk nefnda er að halda utan um afmarkaða þætti í starfssemi SSÍ og hafa faglega umsjón með þeim þáttum fyrir hönd stjórnar. Ákvarðanir nefnda eru tillögur til stjórnar sem þarf að samþykkja þar til þess að þær öðlist gildi. Það er í flestum tilfellum gert með staðfestingu á fundargerð nefndarinnar, en stundum með sérstakri samþykkt í stjórn. Nefndir SSÍ hafa ekki sjálfstæðan fjárhag og öll útgjöld verður að bera undir framkvæmdastjóra SSÍ áður en til þeirra er stofnað. Allar nefndir eiga að skila fundargerð til stjórnar SSÍ.


Leiðbeiningar um færslu fundargerða nefnda SSÍ.

a) Bóka efni máls

b) Bóka niðurstöðu máls

c) Bóka ef einhver nefndarmaður fær verkefni til að leysa

d) Umræður alla jafnan ekki bókaðar

e) Ef nefnd þarf af einhverjum ástæðum að koma frekari upplýsingum til stjórnar SSÍ, er hægt að senda fylgiblað með sem ekki verður birt, eða fulltrúi stjórnar í nefndinni fylgir málinu eftir á stjórnarfundi.


Stjórn SSÍ skipar nýja fulltrúa í nefndir í stað þeirra sem forfallast eða hætta störfum á starfstímabilinu. Stjórn SSÍ skilgreinir hlutverk, starfssvið og umboð starfsnefnda með sérstakri samþykkt stjórnar SSÍ á hverjum tíma. Nefndir SSÍ vinna á ábyrgð stjórnar á hverjum tíma og eru skipaðar af stjórn SSÍ á fyrsta reglulega fundi hennar eftir sundþing.

 

Hlutverk og verkefni Dýfinga- og sundfiminefndar

er hafa forgöngu um að kynna dýfingar og samhæfða sundfimi á Íslandi. Nefndinni ber að leita sér upplýsinga og aðstoðar úr öðrum íþróttagreinum og erlendis frá til dæmis norrænu sundsamböndunum. 


Verkefni Dýfinga- og sundfiminefndar eru:

  • að vinna að útbreiðslu dýfinga á Íslandi.
  • að vinna að uppbyggingu á aðstöðu fyrir dýfingafólk.
  • að sjá um, fjármagna og halda Íslandsmót í dýfingum.
  • að vinna að útgáfu á dýfingarreglum FINA á íslensku í samráði við Dómara,- móta og tækninefnd.
  • að kynna samhæfða sundfimi á Íslandi.
  • að vinna að uppbyggingu á aðstöðu fyrir samhæfða sundfimi.
  • að sjá um, fjármagna og halda Íslandsmót í samhæfðri sundfimi, þegar þess er kostur.

Nefndin hittist nefndin eftir þörfum (ekki sjaldnar en einu sinni á ári) og sendir stjórn SSÍ fundargerðir um fundi sína og í lok árs skilar nefndin skýrslu um starf sitt til stjórnar SSÍ.