Opna Íslandsmótið í Garpasundi
----> BEIN ÚRSLIT <----
Kæru félagar
Íslandsmótið í garpasundi (IMOC) verður haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 6. og 7. maí. Keppt er í 25m laug.
Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 28. apríl 2022. Þeir sem ekki hafa yfir að ráða Splash forriti skulu skila skráningum inn í gegnum http://www.swimrankings.net/manager (hægt að búa til nýjan aðgang). Hægt verður að leiðrétta skráningar fram til kl.12 að hádegi þriðjudaginn 3. maí og þá eru einnig síðustu forvöð að ganga frá greiðslu skráningargjalda. Berist greiðsla ekki fyrir þann tíma verður skráningu eytt.
Eigi einstaklingur ekki ekki gildan tíma í grein sem hann vill synda á mótinu má hann skrá sig á áætluðum tíma, sem t.d. hefur náðst á æfingu. Þetta er gert til að auðvelda gerð tímaáætlunar og jafna riðlana á mótinu. Gott er að miða við tíma sem synt var á innan síðustu þriggja ára. Öllum er þó ennþá frjálst að skrá sig án tíma (No Time, NT).
Endanlegur keppendalisti fyrir mótið verður svo gefinn út fimmtudaginn 5. maí 2022
Skráningar sendast með tölvupósti á sundmot@iceswim.is (Emil - s: 663-0423)
Greiðslur:
Fyrsta grein einstaklings - kr. 3200,-
Önnur grein einstaklings - kr. 1700,-
Þriðja grein einstaklings - kr. 1700,-
Allar greinar eftir það eru keppendum að kostnaðarlausu
Skráning einstaklings í boðsund en enga aðra einstaklingsgrein - kr. 3200,-
Greiðsluupplýsingar:
Rkn: 513-26-1327
Kt: 640269-2359
Munið að senda setja kennitölu keppanda í Skýringu og senda staðfestingu á sundmot@iceswim.is
LOKAHÓF: Tilkynnt nánar síðar
IMOC 2019 - Heildarúrslit PDF
IMOC 2019 - Heildarúrslit Splash
IMOC 2018 - Heildarúrslit PDF
IMOC 2017 Heildarúrslit.pdf
IMOC2016_Results_pdf
IMOC2016_full_results_lenex (Splash)
Úrslit IMOC 2014
Úrslit IMOC 2014 af heimasíðu Breiðabliks
Úrslit IMOC 2013:
Úrslit IMOC 2013.pdf
Hy-tek - úrslit IMOC 2013.zip