Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmeistaramót í 50 m laug 2019

Velkomin á upplýsingasíðu ÍM50 2019

Ágætu félagar

Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið í Laugardalslaug helgina 5-7. apríl 2019. 
 
Tæknifundur verður föstudaginn 5. apríl kl. 8:30

SPLASH ME (mobile)
- Leitið að "im50 2019" eða skrollið neðst í valmyndina sem opnast um leið og appið er opnað. Þar neðst undir Other ætti mótið að sjást. (kemur inn rétt fyrir mót)

Tímaáætlun:
Morgunhlutar hefjast allir með upphitun kl. 8.00 og keppni 9:30.

Úrslitahlutar hefjast allir með upphitun 15:00 og mót 16:30 (getur hliðrast örlítið þegar nær dregur)

ÍM50 fatlaðra fer fram á sama móti og SSÍ.

Skráningafrestur: 
Skráningafrestur á mótið er til miðnættis mánudagsins 25. mars. Fyrstu drög að keppendalista verða birt mánudaginn 1. apríl. Félög skulu skila inn skráningum úr Splash Team Manager en skráningarformið er að finna hér að neðan. Þau félög sem ekki hafa aðgang að Splash forritinu skulu skila skráningum í Excel skjali eigi síðar en föstudaginn 22. mars. Nauðsynlegt er að taka fram fullt nafn og kennitölu keppenda, greinar, gilda tíma og hvenær þeim er náð. Greinaröðun er í skjali hér að neðan og lágmörkin má finna hér 

Skráning starfsmanna: 
Dómarar skrá sig með því að senda póst á skraningssimot@gmail.com

Starfsmenn, aðrir en dómarar, sendi póst á emil@iceswim.is eða skrá sig beint í Google Doc skjalið:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/14Yr3UeuNZoB8ooOnuaPy7bswrxYv6UNTqrwWcpEVhZs/edit?usp=sharing

Greinaröðun 2019:

Föstudagur:***

50m skriðsund
400m skriðsund*
100m bringusund
200m baksund
100m flugsund
4x100m fjórsund blandað (morgun)**   
4x200m skriðsund (kvöld)**

Laugardagur:***

100m baksund
200m flugsund
100m skriðsund
50m bringusund
200m fjórsund
1500m skriðsund*
4x100m fjórsund (kvöld)**   
             
Sunnudagur:***

400m fjórsund*
50m flugsund
200m skriðsund
50m baksund
200m bringusund
800m skriðsund*
4x100m skriðsund blandað (morgun)**
4x100m skriðsund  (kvöld)**


*Bein úrslit verða synt í 400m, 800m og 1500m greinum. Hraðasti riðill syndir í úrslitahluta.
**Bein úrslit verða í boðsundum.  Blönduð boðsund að morgni og kynjaskipt í úrslitahlutum.
***Keppendur ÍF synda öll sund í beinum úrslitum í morgunhlutum.