Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmeistaramót í 50 m laug 2020

Velkomin á upplýsingasíðu ÍM50 2020

Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið í Laugardalslaug í Reykjavík dagana 17-19. júlí nk. 

Skráningarfrestur rennur út mánudaginn 6. júlí og verða fyrstu drög að keppendalista sett á vef SSÍ í seinasta lagi þriðjudaginn 14. júlí. Við minnum á að skila „Proof of Time“ skjali samhliða skráningum. Öðruvísi verða skráningar ekki teknar gildar.
Félög skulu skila inn skráningum úr Splash Team Manager en skráningarformið er að finna á heimasíðu mótsins. Þau félög sem ekki hafa aðgang að Splash forritinu skulu skila skráningum í Excel skjali eigi síðar en föstudaginn 10. júlí. Nauðsynlegt er að taka fram fullt nafn og kennitölu keppenda, greinar, gilda tíma og hvenær þeim er náð.

Við biðjum þjálfara og formenn að virða þessar dagsetningar og kynna sér vel reglur varðandi skráningar á sundmót SSÍ.

Skráningar og fyrirspurnir sendast með rafrænum hætti á emil@iceswim.is. Félög skulu skila inn lista yfir þjálfara og liðstjóra samhliða skráningum sundmanna.

  • Íslandsmót fatlaðra verður áfram haldið á sama tíma í samstarfi við Íþróttasamband Fatlaðra (ÍF). Það þýðir að keppendur undir ÍF munu synda með keppendum SSÍ í riðlum. 
    Keppendur ÍF verða á öðrum lágmörkum en keppendur SSÍ en verða engu að síður raðað í riðla eftir skráðum tíma. Keppt verður eftir reglugerð SSÍ. 

Skráningar dómara sendast á Dómaranefnd SSÍ – skraningssimot@gmail.com

Skráning starfsmanna, annarra en dómara, á ÍM50 verður í opnu Google Doc skjali sem hægt er að skoða hér:

https://docs.google.com/spreadsheets/d/1e85AO9rF3KZX9-LH8vz3xyni4d6CqkMTNAeXnwVSh64/edit?usp=sharing

Hægt er að skrá sig í skjalið beint og uppfærist það sjálfkrafa. Því er tryggt að nýjasta útgáfan er alltaf sú sem þú skoðar.

Ef villa er í skjalinu eða vandræði að skrá, vinsamlegast hafið þá samband við undirritaðan (emil@iceswim.is eða 663-0423)

  • Náist ekki fullnægjandi skráning starfsmanna á mótshluta, verður þeim mótshluta frestað og/eða aflýst.

Þar sem allt alþjóðlegt mótafyrirkomulag hefur riðlast ber að athuga að úrslit þessa móts verða ekki tekin gild sem lágmörk á alþjóðleg mót sem færð hafa verið á næsta tímabil.
Fyrirkomulag á mótinu sjálfu hefur verið breytt vegna ástandsins og breyttum forsendum og verður nú synt í beinum úrslitum. Mótið verður í þremur hlutum, seinnipart föstudags, laugardags og sunnudags.