Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundþjálfari óskast í sundskóla Fjölnis

22.05.2023

Sunddeild Fjölnis óskar eftir þjálfara í sundskóla félagsins. Sunddeild Fjölnis er metnaðarfull og vaxandi. Æskilegt er að viðkomandi einstaklingur hafi menntun á sviði sundþjálfunar og reynslu af þjálfarastörfum.

Helstu verkefni

• Þjálfun þriggja til sex ára barna

• Uppsetning æfinga

• Aðstoð við yfirþjálfara

• Vinna að uppbyggingu og ímynd deildarinnar í samvinnu við yfirþjálfara og stjórn.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Þekking og reynsla af sundi og sundþjálfun og/eða menntun á sviði sundþjálfunar

• Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar

• Færni í samskiptum

• Metnaður og frumkvæði

• Góð íslenskukunnátta

• Hreint sakavottorð

• Lágmarksaldur 20 ára

Sunddeild Fjölnis leggur mikinn metnað í endurmenntun þjálfara. Því er í boði að sækja þjálfaranámskeið hjá Sundsambandi Íslands.

Nánari upplýsingar veitir stjórn deildarinnar á netfanginu sund@fjolnir.is og formaður deildarinnar Aníka Lind Björnsdóttir s. 867-4371.

Senda skal umsóknir ásamt menntunar- og ferilskrá á netfangið sund@fjolnir.is  fyrir 10. júní 2023.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. september nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Til baka