Beint á efnisyfirlit síðunnar

Glæsilegur árangur á degi tvö á ÍM50

02.04.2023

Birnir Freyr Hálfdánarson, SH synti í dag 200m fjórsund á glæsilegu nýju íslandsmeti, hann synti á tímanum 2:04, 05 og bætti met Anton Sveins McKee sem hann setti árið 2015, 2:04,53. Frábær árangur hjá Birni en þetta er jafnframt nýtt unglingamet í greininni. 

Strákarnir í 50m bringusundi, þeir Einar úr ÍA, Snorri og Daði úr SH héldu áfram að bæta tíma sína síðan í morgun, en nú snérist dæmið við og Snorri Dagur setti unglingamet í þeirri grein, 28,53 og sló met Einars Margeirs síðan í morgun en þá synti hann á 28,66

Hólmar Grétarsson, SH sigraði með yfirburðum í 1500m skriðsundi á glæsilegu nýju aldursflokkameti, 16:25,59 og tryggði sér um leið lágmark á EYOF í sumar. Gamla metið átti hann sjálfur síðan 23. mars á Ásvallamótinu.

Í 200m skriðsundi kvenna sigraði Vala Dís Cicero á tímanum 2:05,17 og tryggði sér EMU og EYOF lágmörk í leiðinni. Í sama sundi syntu þær Hulda Björg Magnúsdóttir úr Ægi og Ásdís Rán Steindórsdóttir, Breiðabliki,  undir lágmarki fyrir NÆM, Norðurlandameistaramóti æskunnar sem fram fer í sumar.  Margrét Anna Lapas Breiðabliki tryggði sér einnig NÆM lágmark í 100m bringusundi í morgun.

Ylfa Lind Kristmannsdóttir synti gríðarlega vel 100m baksund, hún sigraði í greininni á timanum 1:04,64 og um leið tryggði hún sér lágmark á EMU, EYOF og NÆM en öll þessi mót fara fram í sumar.

Freyja Birkisdóttir synti undir EMU lágmarki þegar hún sigraði í 800m skriðsundi á tímanum 9:16,65.

Í 4x 100m skriðsundi karla sigraði sveit SH 2 og setti um leið unglingamet á tímanum 3:35,21. Sveitin var skipuð þeim Veigari Hrafni Sigþórssyni,Bergi Fáfni Bjarnasyni ,Birni Yngva Guðmundssyni og Birnir Freyr Hálfdánarsyni.

Sveit SH 3 settu aldursflokkamet í sömu grein, þeir syntu á tímanum 3:54.97 og var sveitin skipuð þeim Magnúsi Víði Jónssyni, Karli Björnsyni, Hólmari Grétarssyni og Halldóri Inga Hafþórssyni.  En þess má geta að Sundfélag Hafnarfjarðar átti þrjár sveitir í þessari grein.

 

Frábær dagur í Laugardalslaug í dag og virkilega gaman að sjá allt unga sundfólkið standa sig svona vel.

Lokadagur ÍM50 er svo á morgun mánudag og þar má búast við mikilli keppni í mörgum greinum eins og síðustu tvo daga.

 

Íslandsmeistarar dagsins

400m fjórsund kvenna Eva Margrét Falsdóttir ÍRB

1500m skriðsund karla Hólmar Grétarsson SH

50m baksund karla Brynjólfur Óli Karlsson Breiðabliki

200m skriðsund kvenna Vala Dís Cicero SH

200m fjórsund karla Birnir Freyr Hálfdánarson SH

100m bringusund kvenna Birgitta Ingólfsdóttir SH

50m bringusund karla Snorri Dagur Einarsson SH

50m flugsund kvenna Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH

100m skriðsund karla Simon Elías Statkevicius SH

100m baksund kvenna Ylfa Lind Kristmannsdóttir Ármann

200m flugsund karla Aron Þór Jónsson Breiðabliki

800m skriðsund kvenna Freyja Birkisdóttir Breiðabliki

4x 100m skriðsund karla  Sveit SH 2

4x 100m skriðsund kvenna Sveit SH 1

Unglingameistarar dagsins

400m fjórsund kvenna Sunneva Bergman Ásbjörnsdóttir ÍRB

1500m skriðsund karla Hólmar Grétarsson SH

50m baksund karla Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB

200m skriðsund kvenna Vala Dís Cicero SH

200m fjórsund karla Birnir Freyr Hálfdánarson SH

100m bringusund kvenna Margrét Anna Lapas Breiðabliki

50m bringusund karla Einar Margeir Ágústsson ÍA

50m flugsund kvenna Vala Dís Cicero SH

100m skriðsund karla Veigar Hrafn Sigþórsson SH

100m baksund kvenna Ylfa Lind Kristmannsdóttir Ármann

200m flugsund karla Bartosz Henke  SH

800m skriðsund kvenna Freyja Birkisdóttir Breiðabliki

 

Til baka