Beint á efnisyfirlit síðunnar

Allt okkar sterkasta sundfólk mætt til að taka þátt í ÍM50 2023

31.03.2023

Íslands- og unglingameistarmótið í sundi í 50m laug hefst á morgun laugardag en keppni líkur á mánudagskvöld.

Anton Sveinn og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir koma til landsins ásamt fleira sundfólki sem er við nám í Bandaríkjunum.

Það verður því allt okkar sterkasta fólk sem tekur þátt í ÍM50 að þessu sinni fyrir utan Snæfríði Sól sem tekur þátt í danska meistaramótinu á sama tíma.

Þetta er síðasta mótið fyrir sundfólkið okkar til að ná lágmörkum inn á Alþjóðleg sundmót sumarsins og einnig verður Smáþjóðaleika liðið valið að loknu móti.

þannig að þetta verður skemmtilegt og spennandi mót😊

Veitt verða verðlaun í unglingaflokkum og í kvenna og karla flokkum. 

Á lokadegi mótsins, mánudag verða afhentir  bikarar fyrir bestu afrekin.

  • Sigurðarbikarinn fyrir besta afrek í bringusundi á ÍM50 2023
  • Pétursbikarinn fyrir besta afrek karla skv stigatöflu FINA frá lokum síðasta ÍM50 til loka ÍM50 2023
  • Kolbrúnarbikarinn fyrir besta afrek kvenna skv stigatöflu FINA frá lokum síðasta ÍM50 til loka ÍM50 2023
  • Ásgeirsbikarinn fyrir besta afrek skv stigatöflu FINA unnið á ÍM50 2023

 Hér er dagskrá mótsins

Hér er keppendalistinn. 

Undanrásir hefjast kl 09:30 á alla morgna  og úrslitin hefjast kl 17:00.

Það verða spennandi sund um helgina og hvetjum við alla til að mæta í Laugardalslaug og sjá allt okkar sterkasta sundfólk synda.  

 

Myndir með frétt

Til baka