Beint á efnisyfirlit síðunnar

Undanrásir-sunnudagur Rig

29.01.2023

Undanrásum á síðasta degi sundhluta á RIG 2023 var rétt í þessu að ljúka.

 

Sigurvegarar í Unglingaflokki voru eftirfarandi:

 

400m skriðsundi kvenna: Sólveig Freyja, Breiðablik

200m fjórsundi karla: Benjamin Szanto, Hungarian Swimming Association

200m baksundi kvenna: Bjarta I Lagabo, Suduroyar Svimjifelag

100m baksundi karla: Hólmar Grétarsson, SH

100m bringusundi kvenna: Margrét Anna Lapas, Breiðablik

200m bringusundi karla: Benjamin Szanto, Hungarian Swimming Association

200m flugsundi kvenna: Freydís Lilja Bergþórsdóttir, ÍRB

100m flugsundi karla: Benjamin Szanto, Hungarian Swimming Association

100m skriðsundi kvenna: Þórey Margrét Magnúsdóttir, Herlev Svomning

200m skriðsundi karla: Liggjas Joensen, Agir

 

Úrslitin hefjast kl 16:30 í dag og þess má geta að 46 íslenskir keppendur keppa í úrslitum í kvöld.

Í úrslitum í 50m bringusundi karla verður hörku spennandi keppni þegar Anton Sveinn Mckee, SH, Snorri Dagur Einarsson, SH, Daði Björnsson, SH, og Einar Margeir Ágústsson, ÍA munu keppa en þeir eru með bestu tímana inn í úrslit.

 

Anton keppir stuttu seinna í 200m bringusundi en í morgun sýndi hann yfirburði sína þegar hann kom 7 sek á undan næsta manni í bakkann.

 

Í 100m flugsundi er Símon Elías Statkevicius, SH, með besta tímann inn í úrslit tæpum 3 sek á undan næsta manni. Ýmir Chatenay Sölvason, Breiðablik, Róbert Ísak Jónsson, SH, og Einar Margeir Ágústsson, ÍA, munu berjast um að komast á pall.

 

Í úrslitum verður keppt í eftirfarandi greinum og veitt verðlaun fyrir 1-3 sæti:

 

50m baksund kvenna

50m bringusund karla

50m flugsund kvenna

50m skriðsund karla

400m skriðsund kvenna

200m fjórsund karla

200m baksund kvenna

100m baksund karla

100m bringusund kvenna

200m bringusund karla

200m flugsund kvenna

100m flugsund karla

100m skriðsund kvenna

200m skriðsund karla

 

Í kvöld verða veittar viðurkenningar fyrir bestu afrek mótsins samkvæmt FINA stigum.

Fyrsta sæti fær 1000 evrur.

Annað sæti fær 700 evrur.

Þriðja sæti fær 500 evrur.

Fjórða sæti fær 200 evrur.

Fimmta sæti fær 100 evrur.

 

Við hvetjum alla til að skella sér í Laugardalslaugina kl 16:30 og horfa á skemmtilega og spennandi sund í kvöld.

 

 

Til baka