Beint á efnisyfirlit síðunnar

11 í úrslitum á NM í dag

11.12.2022

Norðurlandameistaramótið í sundi hélt áfram í morgun með undarásum og verða úrslitin eftir hádegi, þau hefjast kl 16:00 á íslenskum tíma.

Ísland á 12 einstaklinga í úrslitum í dag. Þær Eva Margrét og Sunneva Bergman synda til úrslita í 400m fjórsundi, Eva er með þriðja besta tímann inn í úrslitin í fullorðins flokki og Sunneva er með sjötta besta tímann í unglingaflokki.

Í 1500m skriðsundi karla syndir Björn Yngvi Guðmundsson til úrslita. 

Í 200m skriðsundi kvenna synda þær Kristín Helga, Freyja Birkisd og Vala Dís.  Kristín Helga er með 8 besta tímann inn úrslit í fullorðinsflokki. Freyja er með fjórða besta tímann inn í úrslit í unglingaflokki og Vala með fimmta besta tímann í sama flokki.

Birnir Freyr er með sjötta besta tímann inn í úrslit í 200m fjórsundi í unglingaflokki og Veigar Hrafn með áttunda besta tímann inn í úrslitin í sama flokki.

Í 100m baksundi í fullorðins flokki syndir Steingerður Hauksdóttir en hún er með fimmta besta tímann inn í úrslitin í dag.

Í 50m bringusundi er keppt í opnum flokki og þar verða þeir Daði Björnsson og Snorri Dagur en þeir eru með fimmta og sjötta tímann inn í úrslit í dag.

Það er einnig keppt í opnum flokki í 50m flugsundi, þar mun Vala Dís keppa til úrslita í dag, en hún er með áttunda besta tímann inn í úrslitin

Það verður gaman að fylgjast með okkar fólki í dag en hægt er að flygjast með á streymi hér :

https://vimeo.com/event/2684217?fbclid=IwAR3-dghqK0rNW23q3uZTXxDsiWwgTm6_JYm1mC0KynAryCnHMLmVO39r2DU

 

Til baka