Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍRB aldursflokkameistarar 2022

26.06.2022

Aldursflokkameistarar í sundi árið 2022 er Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, þetta er annað árið í röð sem ÍRB fær þetta sæmdarheiti.

ÍRB hlaut 790 stig, í öðru sæti með 737 stig var Sundfélag Hafnarfjarðar og í þriðja sæti með 353 stig var Sunddeild Breiðabliks.

Mótið fór fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ og alls tóku um 200 keppendur þátt í mótinu frá 13 félögum víðs vegar um landið.

 

Að móti loknu eru veitt Aldursflokkaverðlaun einstaklinga, þau eru veitt þeim keppendum sem ná bestum samanlögðum árangri samkvæmt stigatöflu FINA í eftirfarandi aldursflokkum :

Í flokki 2 eru veitt verðlaun fyrir stigahæstu sund í 200m skriðsund, 100m fjórsund ásamt stigahæstu grein þar fyrir utan

(KK: 12 ára & 13 ára / KVK: 11 ára & 12 ára)

Í flokki 3 eru veitt verðlaun  fyrir stigahæsta sund í 200m skriðsund, 200m fjórsund ásamt stigahæstu grein þar fyrir utan

 (KK: 14 ára & 15 ára / KVK: 13 ára & 14 ára)

 

Stigahæsti strákur í flokki tvö er Árni Þór Pálmason ÍRB en hann fékk samtals 1175 stig

Stigahæsta stelpa í flokki tvö er einnig úr ÍRB, Adriana Agnes Derti en hún fékk samtals 1148 stig fyrir sín sund.

Stigahæsti strákur úr flokki þrjú er Björn Yngvi Guðmundsson úr SH en hann hlaut 1708 stig fyrir sín sund.

Stigahæsta stelpan úr flokki þrjú er Ylfa Lind Kristmansdóttir úr Ármanni en hún hlaut 1798 stig fyrir sín sund.

Prúðasta lið mótsins var UMFB. 

Mikil og góð stemmning var í lauginni alla helgina, SSÍ vill þakka keppendum, þjálfurum, foreldrum, starfsfólki og öllum sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir góða samveru í Reykjanesbæ.

Sérstakar þakkir fá Íþróttabandalag Reykjanesbæjar fyrir frábæra skipulagningu og framkvæmd og starfsfólk Sundlaugar Vatnaveraldar fyrir góða þjónustu og samvinnu.

Lokastigastaða :

ÍRB 790

SH 737

Breiðablik 353

Óðinn 324

Ægir 290

Ármann 192

Fjölnir 88

ÍA 86

UMFB 49

UMFA 31

KR 26

Stjarnan 4

ÍBV -

Til baka