Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vetrardeild í sundknattleik lokið

21.12.2021

Í vetur hófst skipulögð deildarkeppni í sundknattleik, sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi í fjölmörg ár. 

Fimm lið voru skráð til leiks; tvö lið frá Sundfélagi Hafnarfjarðar, tvö lið frá Sunddeild Ármanns og eitt frá Sunddeild KR. 

Vegna uppgangs smita í samfélaginu var ákveðið að stöðva keppni nú fyrir jól og gildir stigataflan eins og stendur í dag.

Þetta þýðir að Lið 1 frá Sundfélagi Hafnarfjarðar er bikarmeistari í sundknattleik 2021/2022 með 9 stig og 33 mörk í plús eftir 4 leiki. Lið 2 frá Ármanni hafnaði í öðru sæti með jafnmörg stig en 15 mörk í plús. 

Annað lið Ármenninga er samsett eingöngu af konum sem gerir þær að bikarmeisturum kvenna 2021/2022.

Úrslit og heildarstigastöðu má finna hér

Til hamingju SH og Ármenningar!

Myndir með frétt

Til baka