Beint á efnisyfirlit síðunnar

Piltamet í lokahluta ÍM25 - Dadó og Jóhanna stigahæst

14.11.2021

Íslandsmeistaramótinu í 25m laug lauk í kvöld og það með pompi og prakt.

Eitt piltamet var sett í kvöld en þar var að verki Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH en hann bætti þá met Fannars Snævars Haukssonar úr ÍRB frá því í undanrásum greinarinnar í morgun. Birnir Freyr synti á tímanum 24,68 en Fannar hafði synt á 25,12 í morgun og slegið þannig metið sem Birnir setti með millitíma í 100m flugsundi á fyrsta degi mótsins. Það má segja að Birnir hafi endurheimt metið sitt í lok móts.

Í heildina voru sett 2 Íslandsmet, 8 piltamet, 1 telpnamet og 1 drengjamet á mótinu um helgina.

Í lok móts var stigahæsta sundfólk helgarinnar heiðrað en bestan árangur karlamegin samkvæmt stigatöflu FINA náði Dadó Fenrir Jasminuson úr SH fyrir 100m skriðsund en fyrir það fékk hann 737 stig. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH varð stigahæst kvennamegin með 773 stig, einnig fyrir 100m skriðsund.

Til baka