Beint á efnisyfirlit síðunnar

Glæsileg æfingahelgi á Neskaupsstað

02.11.2021

Helgina  29.-31.október fór fram æfingahelgi hjá sundfólki á Neskaupsstað. Æfingahelgin var samvinnuverkefni hjá SSÍ og sunddeild Þróttar á Neskaupsstað.  Jóna Helena Bjarnadóttir sundþjálfari hjá ÍRB fór austur og sá um þessa glæsilegu æfingahelgi.

Um 40 sundkrakkar tóku þátt og komu þau víðs vegar að, frá Egilsstöðum, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Neskaupsstað.  Sundkrökkunum var skipt niður í þrjá hópa. Elsti hópur og miðhópur (3. - 4.bekkur) fóru á fimm sundæfingar, einn fræðslufund og eina þrekæfingu. Yngsti hópur (1. og 2.bekkur) fóru á tvær sundæfingar.

Á laugardagskvöld var haldið pítsapartý og kvöldvaka og vakti það mikla lukku.  Sundkrakkarnir stóðu sig einstaklega vel á æfingum og var mikil gleði og samstaða hjá hópunum.

Myndir með frétt

Til baka