Beint á efnisyfirlit síðunnar

Brons hjá Veigari í morgun

10.07.2021

Ágætis árangur náðist á 1. hluta NÆM núna í morgun. 

Veigar Hrafn Sigþórsson gerði sér lítið fyrir og krækti sér í brons í 1500 metra skriðsundi þegar hann synti á 16:57,26, og varð þriðji af 10 keppendum. Hans besti tími í greininni er 16:52, 58.

Nadja Djurovic og Katja Lilja Andriysdóttir byrjuðu á 800 metra skriðsundi þar sem þær syntu örlítið frá sínum bestu tímum, Nadja synti á 9:46,79 en hennar besti tími er 9:42,15, Katja synti á 9:47,66, hún á best 9:35,13, og enduðu þær í 7. og 8. sæti af 11 keppendum.

Birnir Freyr Hálfdánarson og Guðmundur Karl Karlsson luku hlutanum á flottu 100 metra skriðsundi þar sem Birnir bætti sig um 1,6 sekúndur, fór úr 55,98 í 54,32og Guðmundur var alveg við sinn besta tíma 55,85, en hans besti tími er 55,73. Þeir urðu númer 14 og 19 af 23 keppendum.

Stúlkurnar syntu 4 x 100m fjórsund á tímanum 4:38.68 og urðu í 6. sæti.

Piltarnir syntu 4 x100m fjórsund á nýju landsveitarpiltameti á tímanum 4:00.80 og urðu þeir í 5 sæti.

 

Mótið heldur áfram í dag kl 13:00 á íslenskum tíma.

 

Hægt er að fylgjast með gangi mótsins á eftirfarandi linkum :

1 hluti: https://youtu.be/kkHaLv74GBk
2 hluti: https://youtu.be/RAPlfKx29LU
3 hluti: https://youtu.be/eoogGBlwKLM

skráningar / úrslit: https://live.swimrankings.net/29990/
Heimasíða mótsins: https://ltuswimming.com/

 

Allar myndir af mótinu birtast á  Facebook page: https://www.facebook.com/LTUswimming/

 

Til baka