Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur tvö á EMU

07.07.2021

Daði Björnsson synti sitt fyrsta sund á EMU í morgun, 100m bringusund og synti hann á tímanum 1.05.15, sem er aðeins frá hans besta tíma, 1:04.24. Daði varð í 35. sæti af 50 keppendum.

Simon Elias Stakevicius synti 100m skriðsund í dag og bætti þar tíma sinn um eina sekúndu, sem er frábær bæting, þegar hann synti á 52.40. Gamli tíminn hans var 53.47, en Símon endaði í 53. sæti af 90 keppendum.

Þetta er góður árangur hjá strákunum í morgun. Stelpurnar eiga frí í dag en tóku létta æfingu og hvöttu svo strákana afram. Við sendum þeim öllum góða strauma héðan að heiman og fylgjumst áfram vel með.

Myndir með frétt

Til baka