Beint á efnisyfirlit síðunnar

Evrópumeistaramót unglinga hefst í Róm á morgun, 6. júlí

05.07.2021

Evrópumeistaramót unglinga í sundi hefst í Róm, á Ítalíu á morgun þriðjudag.

Fimm sundmenn náðu lágmörkum á mótið í ár en það eru þau : Freyja Birkisdóttir og Kristín Helga Hákonardóttir úr Breiðabliki,

Símon Elías Statkevicius og Daði Björnsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Eva Margrét Falsdóttir úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar.

Þjálfarar á mótinu eru Karl Pálmason og Steindór Gunnarsson, liðstjóri er Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir og sjúkraþjálfari er Hlynur Sigurðsson

Einnig sendi SSÍ einn dómara á mótið en það er Ingibjörg Ýr Pálmadóttir sem mun sjá um dómgæslu á mótinu.

Í ár koma 566 keppendur frá 48 þjóðum og keppt er í 50m útilaug.

Hægt er að fylgjast með rástímum, úrslitum hér : http://ejscroma2021.microplustiming.com/indexRoma2021_web.php

 

Hér er dagskráin : https://www.ejsc2021.com/event/european-junior-swimming-championships-2021/home#section_schedule

 

Upplýsingar um mótið : http://www.len.eu/wp-content/uploads/2021/06/ROME-2021_LEN-EJSC-BULLETTIN_errata-corrige2-1.pdf

 

Heimasíða mótsins: http://www.len.eu/wp-content/uploads/2021/06/ROME-2021_LEN-EJSC-BULLETTIN_errata-corrige2-1.pdf

 

Sundfólkið okkar syndir sem hér segir :

Þriðjudag 6.júlí :

Símon Elías Statkevicius: 50m flugsund

Kristín Helga : 100m skriðsund

Eva Margrét : 400m fjórsund

Freyja Birkisdóttir : 800m skriðsund

Miðvikudagur 7.júlí:

Símon Elías Statkevicius: 100m skriðsund

Daði Björnsson : 100m bringusund

Fimmtudagur 8. Júlí:

Eva Margrét : 200m bringusund

Daði Björnsson : 50m bringusund

Kristín Helga : 200m skriðsund

Freyja Birkisdóttir : 200m skriðsund

Föstudagur 9. Júlí:

Daði Björnsson : 200m bringusund

Eva Margrét: 200m fjórsund

Freyja Birkisdóttir : 1500m skriðsund

Laugardagur 10.júlí :

Eva Margrét : 100m bringusund

Símon Elías Statkevicius: 50m skriðsund

Kristín Helga : 50m skriðsund

Sunnudagur 11. Júlí :

Kristín Helga : 400m skriðsund

Freyja Birkisdóttir : 400m skriðsund

 

Til baka