Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábær dagur í lauginni í Ásvallalaug

06.06.2021

Fjórði og síðasti hluti Sumarmóts SSÍ var að klárast nú rétt í þessu þegar úrslitasund greina 17-32 voru synt.

Helstu afrek dagsins var piltamet og EMU lágmark Daða Björnssonar úr SH í 50m bringusundi og NÆM lágmark Sunnu Arnfinnsdóttur úr Ægi í 200m fjórsundi.

Daði náði sínu öðru lágmarki á EMU. Hann sigraði greinina á tímanum 29,39 sek en það er akkúrat lágmarkið á mótið. Evrópumeistaramót Unglinga fer fram í Róm á Ítalíu dagana 6-11. júlí nk og hafa 5 einstaklingar náð lágmörkum á mótið. Hann bætti þar einnig 20 ára gamalt piltamet Jóns Odds Sigurðssonar sem var 29,44. 

Sunna náði einnig sínu öðru lágmarki á NÆM. Hún sigraði 200m baksund á tímanum 2:28,06 en lágmarkið á mótið er 2:28,31. Hún náði hinu lágmarkinu í 400m fjórsundi í gær. 

Í lok hlutans voru veitt verðlaun fyrir bestu afrek mótsins samkvæmt stigatöflu FINA. Fimm stigahæstu sundin í opnum flokki voru verðlaunuð auk þess sem þrjú stigahæstu sundin í 13-17 ára unglingaflokki stúlkna annarsvegar og 14-18 ára unglingaflokki pilta hinsvegar.

Opinn flokkur

  1. sæti - Steingerður Hauksdóttir, SH - 50m baksund - 29,83 - 739 stig
  2. sæti - Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH - 50m skriðsund - 26,20 - 737 stig
  3. sæti - Kristín Helga Hákonardóttir, Breiðablik - 200m skriðsund - 2:06,93 - 705 stig
  4. sæti - Dadó Fenrir Jasminuson, SH - 50m skriðsund - 23,50 - 704 stig
  5. sæti - Daði Björnsson, SH - 100m bringusund - 1:04,24 - 694 stig

13-17 ára stúlkur

  1. sæti- Kristín Helga Hákonardóttir, Breiðablik - 200m skriðsund - 2:06,93 - 705 stig
  2. sæti - Freyja Birkisdóttir, Breiðablik - 800m skriðsund - 9:10,77 - 681 stig
  3. sæti - Eva Margrét Falsdóttir, ÍRB - 200m bringusund - 2:40,65 - 649 stig

14-18 ára piltar

  1. sæti - Daði Björnsson, SH - 100m bringusund - 1:04,24 - 694 stig
  2. sæti - Símon Elías Statkevicius, SH - 100m skriðsund - 53,50 - 674 stig
  3. sæti - Fannar Snævar Hauksson, ÍRB - 50m flugsund - 25,67 - 652

Önnur úrslit mótsins: https://live.swimrankings.net/29923/

Upptökur frá helginni: http://www.youtube.com/user/sundsambandid

Til baka