Beint á efnisyfirlit síðunnar

Afléttingar - ÍM50 fer fram

13.04.2021Heilbrigðisráðherra kynnti rétt í þessu afléttingar á þeim reglum sem hafa verið í gildi hvað varðar íþróttastarf vegna Covid-19. Það er enn ekki alveg ljóst hvernig keppnisfyrirkomulag verður með nýjum reglum en nú er beðið eftir nánari fyrirmælum.

Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið helgina 23-25. apríl nk. í Laugardalslaug.
Við gerum ráð fyrir að engar takmarkanir verði á fjölda keppenda en viðbúið er að einhverjar takmarkanir verði settar á fjölda greina per einstakling. Þá verður boðsundsgreinum að öllum líkindum fækkað.

Við viljum biðja félög að ýta á sína aðstandendur og byrja að skrá í starfsmannaskjalið fyrir mótið, sjá hér:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1Y3KLGaDG5gvWEGTpzGuRYfLOzqLyKpiWCxhskt9UJP8/edit#gid=0

Nánari útlistun verður gefin út þegar reglugerð um mótahald berst frá yfirvöldum – vonandi strax á morgun (miðvikudag 14. apríl).
Til baka