Beint á efnisyfirlit síðunnar

RIG 2021 hefst í dag

05.02.2021

Sundhluti RIG 2021 - Reykjavík International Games - hefst í dag. Mótið er samstarfsverkefni Sundsambands Íslands og Sundfélagsins Ægis.

Mikið hefur gengið á í undirbúningi mótsins en eftir að þremur undanþágubeiðnum um rýmkun á sóttvörnum varðandi keppnisstaði, þar sem óskað var eftir því að sömu reglur myndu gilda um keppnissvæði og almenningslaugina, var hafnað var ljóst að breyta þyrfti öllu fyrirkomulagi mótsins.

Greinarnar voru stokkaðar upp, lágmörk tekin út og fjöldatakmörkunarreglur hertar verulega á hverja grein. Þá var mótshlutum undanrása skipt upp svo hægt væri að koma réttum fjölda fyrir í rýminu hverju sinni.

Þar sem ekki var hægt að standa við upphaflega tímaáætlun verður ekki bein útsending á RÚV en streymt verður frá mótinu á Youtube rás Sundsambandsins.

Fyrirkomulagið er þannig að 16 hröðustu keppendurnir synda í tveimur riðlum fyrir hádegi og næstu 16 synda svo í undanrásahluta eftir hádegi. Allir eiga séns á að taka þátt í úrslitahlutanum sem fer fram á kvöldin en 8 hröðustu úr þessum 4 riðlum munu synda til úrslita.

Engar verðlaunaafhendingar verða á mótinu en verðlaunafé er í boði fyrir sigurvegara hverrar greinar og þá verða vegleg verðlaun í formi gjafabréfa fyrir bestu afrek mótsins.

Bein úrslit og ráslista má finna hér

Streymi á Youtube

Upplýsingasíða mótsins

Reykjavík International Games - rig.is

 

Til baka