Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn hefur lokið keppni á ISL

16.11.2020

Undanúrslit hófust í ISL mótaröðinni í gær og þeim líkur nú í kvöld, en nú eru 8 lið að berjast um 4 sæti til að taka þátt í úrslitakepninni.

Anton Sveinn synti rétt í þessu 100m bringusund,hann synti á tímanum 58.04.

Anton varð sjötti í sundinu, en Íslands - og Norðurlandamet hans í greininni er 56.30 sem hann setti í lok október.

Anton Sveinn hefur nú lokið keppni á ISL mótaröðinni þetta árið en liðið hans er sem stendur í fjórða sæti í undanúrslitunum en það komast eingöngu fyrstu tvo liðin í úrslitakeppnina.

Anton hefur staðið sig gríðarlega vel á þessu móti og það verður mjög gaman að fylgjast með honum næstu mánuði þegar hann mun hefja keppni í 50m laug, en það er liður í undirbúningi hans fyrir Ólympíuleikana í Tokyo næsta sumar.

Til baka