Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hertar aðgerðir - nú reynir á

30.10.2020

Eins og kom fram á blaðamannafundi kl 13:00 í dag verður gripið til hertra aðgerða að miðnætti. Samkvæmt þeim mun allt íþróttastarf vera óheimilt um allt land frá miðnætti 30. október þar til 17. nóvember. Aðgerðir verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg.

Aðgerðirnar byggja á tilmælum sóttvarnalæknis, eins og fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í dag. Íþróttir, þar með talið æfingar og keppni, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar, án snertingar, eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Sundlaugar verða jafnframt lokaðar á sama tímabili.

Nú reynir á og við þurfum að sýna hvað raunverulega í okkur býr. Við vitum að  sundfólk býr yfir mikilli seiglu og baráttuanda sem kemur að góðum notum núna.


SSÍ mun boða yfirþjálfara og formenn til fjarfundar í byrjun næstu viku til að fara yfir stöðu mála varðandi mótahald ofl.

Þessir tímar hafa verið áskorun fyrir okkur öll, en við höfum staðið okkur vel og við ætlum að halda því áfram.

Baráttu kveðjur til ykkar allra !

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Rg.%20um%20samkomutakmarkanir%20vegna%20s%C3%B3ttvarna%2031.%20okt.pdf


Til baka