Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samþykktar reglur frá sóttvarnalækni fyrir Sundsamband Íslands varðandi æfingar sundfólks vegna Covid- 19.

18.08.2020

Í framhaldi af auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem útgefin var 12. ágúst síðastliðinn, hefur sóttvarnarlæknir samþykkt reglur SSÍ  um sóttvarnir á æfingum vegna COVID-19.

SSÍ leggur mikla áherslu á að vel takist til svo hægt verði að æfa og keppa í sundíþróttinni á komandi keppnistímabili. Við viljum því beina því til aðildarfélaga okkar að kynna sér reglurnar mjög vel og kynna þær sérstaklega vel fyrir starfsmönnum, þjálfurum og sundfólki.

Það eina sem skilar okkur árangri í þessu stóra verkefni sem samfélagið stendur frammi fyrir er samstaða og persónuleg ábyrgð allra.

Reglur SSÍ : 

SSÍ_20200818.pdf

Reglur um sundstaði :

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41458/Lei%C3%B0beiningar%20fyrir%20sundlaugar%2013.05.2020.pdf

Til baka