Beint á efnisyfirlit síðunnar

SH leiðir eftir dag tvö á AMÍ 2020

04.07.2020

Fjörið hélt áfram á degi tvö á AMÍ í Ásvallalaug í Hafnarfirði en fjórða mótshluta dagsins lauk rétt í þessu.

Það er heimaliðið Sundfélag Hafnarfjarðar sem leiðir stigakeppni félaganna eftir daginn í dag með 745 stig en Íþróttabandalag Reykjanesbæjar kemur þar á eftir í öðru sæti með 605 stig og Sunddeild Breiðabliks er í þriðja sæti með 465 stig sem stendur.

Eitt piltamet féll nú í fjórða hluta en þar var að verki piltasveit SH en þeir Veigar Hrafn Sigþórsson, Snorri Dagur Einarsson, Símon Elías Statkevicius og Daði Björnsson, bættu piltametið um tæpar  fjórar sekúndur, syntu á tímanum 3:57:75, en gamla metið átti piltasveit Sf Ægis sem þeir settu árið 1999.

Fjörið heldur áfram kl 9:00 í fyrramálið þegar fimmti og næst síðasti hluti mótsins hefst.

Hér er hægt að sjá stigastöðuna eftir dag tvö : 

Stigastaða dagur 2.pdf

Til baka