Beint á efnisyfirlit síðunnar

SH leiðir eftir fyrsta dag á AMÍ

03.07.2020

Fyrsti dagur AMÍ var heldur betur fjörugur í Ásvallalaug í Hafnarfirði en síðari mótshluta dagsins lauk rétt í þessu. 

Það er heimaliðið Sundfélag Hafnarfjarðar sem leiðir stigakeppni félaganna eftir daginn með 387 stig en Íþróttabandalag Reykjanesbæjar koma þar á eftir í öðru sæti með 288 stig og Sunddeild Breiðabliks eru í þriðja sæti með 222 stig sem stendur.

Eitt piltamet féll nú í síðari hlutanum en þar var að verki Daði Björnsson úr SH en hann synti 100m bringusund á 1:02,75. Gamla metið var 1:02,99 í eigu Guðna Emilssonar frá árinu 2006.

Stigastöðuna eftir daginn má sjá hér

Bein úrslit og ráslistar

Myndir með frétt

Til baka