Beint á efnisyfirlit síðunnar

AMÍ 2020 að bresta á

02.07.2020

Aldursflokkameistaramót Íslands verður haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 3-5. júlí nk í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar og verður venju samkvæmt margt um manninn á bakkanum. AMÍ er eitt allra skemmtilegasta mót sundársins en þar koma saman ungmenni 17 ára og yngri til að uppskera eftir erfiði tímabilsins og skemmta sér með jafningjum.

Búist er við um 300 keppendum í laugina auk þjálfara, fjölda starfsmanna og áhorfenda.

Keppt er í þremur aldursflokkum; 12 ára og yngri, 13-14 ára og 15-17 ára. Mótshlutarnir hefjast kl. 9 að morgni og 15:30 í eftirmiðdaginn. 

Tæknifundur verður kl. 8:00 á föstudagsmorgun í salnum á 2. hæð laugarinnar fyrir þjálfara og fararstjóra.

Mótið er að finna í SplashMe appinu.

Bein úrslit og ráslistar

Tímaáætlun mótsins

Facebooksíða mótsins

Gætum vel að sóttvörnum og hreinlæti. Notum sprittstöðvarnar og verum tillitssöm í návist annarra. Reynum eftir fremsta megni að bjóða upp á 2m bil til næsta manns.

Til baka